Að velja stein

Borðplata úr steini fullkomnar eldhúsið.
Efnið er slitsterkt, endingargott og einstaklega glæsilegt. Við getum sagt að það lyfti rýminu upp á næsta plan.

Ein af okkar sérstöðum er framúrskarandi þjónusta. Í því felst meðal annars gott upplýsingaflæði til viðskiptavina, heiðarleiki í samskiptum og framúrskarandi vinnubrögð. Ferlið við að versla stein felur í sér nokkur skref enda er varan sérsniðin að þínu heimili.

Farið verður í gegnum þessi skref hér fyrir neðan.

Fyrsta skref

Velja stein

Þegar ákveðið er að setja upp stein eru margir möguleikar í boði.

Við val á steini er að mörgu að huga enda eru tegundirnar nokkrar og með mismunandi eiginileika.

Quartz
Helsti eiginleiki quartz er að efnið er viðhaldsfrítt og endingargott.
Quartz er því einstaklega hentugt fyrir heimili þar sem álagið er mikið og tími til að sinni viðhaldi takmarkaður.

Marmari
Marmari er einstaklega fallegur og tignarlegur náttúrusteinn sem gefur heimilinu mikinn wow-factor. Þar sem marmari er gljúpur steinn þarf hann ást og umhyggju.

Granít
Granít er mjög harðgerður náttúrusteinn, slitsterkur og þarf lítið viðhald. Granít er hægt að fá í svo til öllum litum en æðar og hreyfing í steininum er ekki eins mikil og í marmaranum.

Quartzite
Harka granítsins og fegurð marmarans. Quartzite er einstaklega fallegur náttúrusteinn þar sem æðar eru áberandi og dýptin mikil. Ólíkt marmaranum er steinninn harðgerður og viðhaldslítill. 

Quarzite hentar því vel í rými þar sem álagið er mikið.


Í versluninni hjá okkur getur þú fengið aðstoð við að velja rétta steininn sem hentar þínu heimili.

Þér býðst líka að fá stílista heim til þín sem aðstoðar þig við valið.

Frekari upplýsingar

Annað skref

Tilboð og mæling

Þegar steinn hefur verið valinn getum við gefið þér tilboð. Best er að hafa teikningar til að deila með okkur.

Þegar nægar upplýsingar/teikningar hafa borist gefum við þér tilboð innan 2 daga.

Lokaverð gefum við þegar mælingu er lokið og við vitum nákvæmlega hvert verkið er.

Get ég fengið tilboð ef ég er ekki með teikningu?
Já það er hægt, þrátt fyrir að það sé alltaf best að hafa teikningu. Sölumennirnir okkar geta leiðbeint þér í gegnum það ferli og hvaða upplýsingar það eru sem þarf.

Get ég fengið fermetraverð
Já það er hægt en fermetraverð  er einungis hluti kostnaðarins þar sem vinnsla við verkið er stór kostnaðarliður, t.d. sögun, slípun, göt í plötu fyrir helluborð / vask.

Hvað þarf að vera til staðar svo að við getum mætt í mælingu?
Innréttingin sem steinninn fer á þarf að vera komin upp.  Gott er að helluborð og vaskur séu á staðnum sem eiga að fara í plötuna.

Hvað tekur langan tíma að fá mælingu?
Eftir að tilboð hefur verið samþykkt tekur um það bil 1-2 daga að fá mælingu.

Þriðja skref

Framleiðsla og uppsetning

Um leið og innborgun hefur verið framkvæmd fer verkið í framleiðslu en afgreiðslutími  um 2-4 vikur. Ef að verkin erum flóknari þá geta þau tekið lengri tíma, en við látum þig vita ef svo er. Við höldum þér vel upplýstum ef tímasetningar breytast.

Þegar framleiðslu er lokið höfum við samband og finnum tíma fyrir uppsetningu.

Hvað þarf að gera til að uppsetning gangi smurt fyrir sig?
Til að allt gangi vel í uppsetningu er mikilvægt að tryggja að aðgengi sé gott. Bæði til að koma steini inn í húsnæði, að koma plötunni að eldhúsi/baði og á innréttingu. Ef verið er að skipta út borðplötu en mikilvægt að gamla platan sé farin af innréttingunni.

Hvað þarf að passa þegar uppsetningu er lokið?
Þegar uppsetningu er lokið er gott að platan fái að jafna sig og límið að þorna yfir nótt.

Fjórða skref

Viðhald og njóta

Steinarnir hafa ólíkar þarfir þegar kemur að viðhaldi.
Með því að nota stein sealer erum við að búa til vörn yfir steininn sem hindrar það að vökvi smjúgi inn í hann og myndi bletti. 

Almennt séð gildir eftirfarandi: 

Quartz –    Viðhaldsfrír

Marmari –  Við mælum með að verja a.m.k. tvisvar á ári

Granít –      Við mælum með að verja einu sinni á ári

Quartzite – Við mælum með að verja einu sinni á ári


Ef álagið á borðplötunni er mikið þá mælum við með að verja hana oftar.

Endilega hafðu samband ef þig vantar upplýsingar um viðhald á þinni borðplötu.

Síðast en ekki síst er að muna að njóta!

Steinlausnir notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á steinlausnir.is • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Decline all Services
Accept all Services