Þegar ákveðið er að setja upp stein eru margir möguleikar í boði.
Við val á steini er að mörgu að huga enda eru tegundirnar nokkrar og með mismunandi eiginileika.
Quartz Helsti eiginleiki quartz er að efnið er viðhaldsfrítt og endingargott. Quartz er því einstaklega hentugt fyrir heimili þar sem álagið er mikið og tími til að sinni viðhaldi takmarkaður.
Marmari Marmari er einstaklega fallegur og tignarlegur náttúrusteinn sem gefur heimilinu mikinn wow-factor. Þar sem marmari er gljúpur steinn þarf hann ást og umhyggju.
Granít Granít er mjög harðgerður náttúrusteinn, slitsterkur og þarf lítið viðhald. Granít er hægt að fá í svo til öllum litum en æðar og hreyfing í steininum er ekki eins mikil og í marmaranum.
Quartzite Harka granítsins og fegurð marmarans. Quartzite er einstaklega fallegur náttúrusteinn þar sem æðar eru áberandi og dýptin mikil. Ólíkt marmaranum er steinninn harðgerður og viðhaldslítill.
Quarzite hentar því vel í rými þar sem álagið er mikið.
Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.