Steintegundir

Það eru margir möguleikar í boði þegar á að velja steinplötu fyrir eldhús eða baðhergi. 

Efnin sem eru í boði hjá okkur eru Quartz, Granít, Marmari og Quartzite. Hvert efni hefur mismunandi eiginleika og því er mikilvægt að velja rétta efnið sem hentar þínu heimili. 

Það er okkur sönn ánægja að aðstoða þig við vali á efni fyrir þig.

Quartz

Quartz er eitt endingarbesta og þrifalegasta efni sem hægt er að fá fyrir eldhús. 

Efnið, sem er manngert, er um það bil 95% quartz mulningur sem pressaður er saman við resin. Þetta gerir það að verkum að yfirborð quartz er algjörlega gegnheilt, bletta- og viðhaldsfrítt. Gegnheilt yfirborðið gerir það að verkum að einstaklega auðvelt er að þrífa plötuna.

Quartz býður okkur upp á gríðarlegt úrval lita og fjölbreytilegt mynstur.

Granít

Granít er gífurlega fallegur steinn frá náttúrunnar hendi þar sem litaúrvalið er endalaust.

Efnið er hægt að fá alveg einlitt eða með ólíkum mynstrum; fíngerðum sem og grófari ásýnd.

Efnið er hægt að fá pólerað, mattslípað, leðuráferð eða eldsprengt.  

Efnið er harðgert og slitsterkt.

Marmari

Marmari gríðarlega fallegur og tignarlegur steinn. Litamöguleikarnir eru endalausir og dýptin í æðunum er engri lík.

Marmari er viðkvæmur steinn sem þarf mikla ást og umhyggju. 

Hægt er að fá steininn póleraðan og mattslípaðan. 

 

Quartzite

Quartzite er gífurlega fallegur steinn frá náttúrunnar hendi þar sem litaúrvalið er endalaust.

Það sem er einstakt við quartzite er stórkostlegt útlit steinsins. Náttúrulegar æðar og mynstur í steininum og mikil dýpt. Í raun má segja að quartzite hafi karakter einkenni marmara hvað útlit varðar en er án þeirra áskorana sem marmaranum fylgir. 

Efnið er hægt að fá pólerað, mattslípað og með leðuráferð.  

Efnið er mjög harðgert og slitsterkt.

 

Eiginleikar

Náttúrusteinn Hitaþolið Rispast ekki Viðhaldsfrítt Blettafrítt
Quartz
Granít
Quartzite
Marmari

Steinlausnir notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á steinlausnir.is • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Decline all Services
Accept all Services