
Quartzite er gífurlega fallegur steinn frá náttúrunnar hendi þar sem litaúrvalið er endalaust. Það sem er einstakt við quartzite er stórkostlegt útlit steinsins. Náttúrulegar æðar og mynstur steinsins gefur honum mikla dýpt. Í raun má segja að quartzite hafi karakter einkenni marmara hvað útlit varðar. Quartzite er hins vegar án þeirra áskorana sem marmaranum fylgir en efnið er mjög harðgert og slitsterkt. Efnið er hægt að fá pólerað, mattslípað og með leðuráferð. Við getum sérpantað fyrir þig það efni sem þig dreymir um. Við hvetjum þig til að vera í sambandi við okkur og fá að sjá fleiri tegundir og aðstoð við val á efni.
Eiginleikar
Náttúrusteinn
Quartzite er náttúrusteinn sem finnst á mörgum stöðum í heiminum en við fáum okkar stein frá Ítalíu. Quartzite er harðgert og slitsterkt en þar sem um náttúrustein er að ræða mælum við eindregið með því að verja hann einu sinni á ári.
Hitaþolið
Quartzite er hitaþolið efni, upp að ca 200 gráðum. Það er hægt að setja heita potta, pönnur og eldföst mót beint á plötuna án þess að þurfa að hafa áhyggjur.
Rispast ekki
Yfirborð quartzite er gífurlega slitsterkt. Það má til að mynda skera beint á plötunni án þess að hún rispist.