
Marmari er gríðarlega fallegur og tignarlegur steinn. Litamöguleikarnir eru endalausir og dýptin í æðunum er engri lík. Marmari er viðkvæmur steinn sem þarf mikla ást og umhyggju. Hægt er að fá steininn póleraðan og mattslípaðan. Úrvalið af marmara er endalaust. Við getum sérpantað fyrir þig það efni sem þig dreymir um. Við hvetjum þig til að vera í sambandi við okkur og fá að sjá fleiri tegundir og aðstoð við val á efni.
Eiginleikar
Náttúrusteinn
Marmari er náttúrusteinn sem finnst á mörgum stöðum í heiminum en við fáum okkar marmara frá Ítalíu. Marmari er mjúkur náttúrusteinn og því mælum við með því að verja hann að minnsta kosti tvisvar á ári.
Hitaþolið
Marmari er hitaþolið efni. Það þýðir að á marmara borðplötur er hægt að setja heita potta, pönnur og eldföst mót beint á plötuna án þess að þurfa að hafa áhyggjur.