
Hér sjáum við ótrúlega fallegt eldhús sem hannað var frá grunni ásamt því að arinn var settur í stofuna. Það skipti miklu máli að steinninn væri auðveldur í umhirðu og hitaþolinn svo hann þjónaði sem best þörfum fjölskyldunnar í eldhúsinu. Quartzite steinninn hefur alla þessa eiginleika og meira til og hentaði fullkomlega. Þar sem innréttingarnar eru dökkar og það er mikill karakter og ákveðinn grófleiki í lagskipta panilnum á hliðunum á eyjunni og lofta- og veggjaklæðningum var valinn bjartur og hlýr steinn með fallegri hreyfingu. Taj Mahal quartzite varð fyrir valinu því hann er ótrúlega bjartur og fallegur, hlýr og ríkur af lífi á sama tíma og hann er ótrúlega mildur ásýndar og dregur fram ákveðna ró í rýminu. Hönnun innréttinganna er á mínum vegum (SIF Interior) í samstarfi við Formus sem bjóða upp á ótrúlega fallegar, veglegar og praktískar lausnir.
Um verkið
Tegund verks
Eldhús; Stofa
Efni notað
Taj Mahal quartzite
Eiginleikar efnisins
Náttúrusteinn; Hitaþolinn; Rispast ekki
Taj Mahal